Frábær sigur gegn FH

Frábær sigur gegn FH

Selfoss vann frábæran tveggja marka sigur á FH í Olísdeild karla í gær, 25-24.

Leikurinn var mjög sveiflukenndur, Sel­fyss­ing­ar byrjuðu bet­ur í leikn­um og voru komnir tveimur mörkum yfir þegar um 10 mínútur voru liðnar af leiknum. FH-ingar náðu að svara og komust fljótlega tveimur mörkum yfir. Selfoss náðu sér þó á strik fyrir lok fyrri hálfleiks og jafnt var á öllum tölum, 13-13, þegar leikhlé skall á. Áfram héldu sveiflurnar í seinni hálfleik og byrjuðu Selfyssingar gífurlega vel með 5-0 kafla og breyttu stöðunni í 18-13. FH kom sér hægt og bít­andi aft­ur inn í leik­inn og náðu loks að jafna þegar um sex mínútur voru eftir af leiknum í 23-23. Við tóku spennandi lokamínútur eins og oft vill gerast í Hleðsluhöllinni. Selfyssingar komust yfir í stöðunni 25-24 þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiktímanum, en það reyndist sigurmarkið. Gríðarlega góð vörn og markvarsla skiluðu Selfyssingum tveimur stigum í hús og fyrsta sigur á heimavelli á tímabilinu.

Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 6/1, Guðmundur Hólmar Helgason 6, Atli Ævar Ingólfsson 4, Hannes Höskuldsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3, Einar Sverrisson 2, Alexander Egan 1.

Varin skot: Vilius Rasimas varði 18 (38%).

Strákarnir eru því komnir í 4. sæti deildarinnar með 5 stig. Októbermánuður er handboltamánuður og nóg um að vera, næsti leikur hjá strákunum er gegn Haukum í Coca Cola bikarnum á þriðjudaginn á Ásvöllum kl 19:30.


Mynd: Strákarnir fögnuðu vel inn í klefa að leikslokum
Umf. Selfoss / DK