Frábær sigur hjá strákunum á Val

Frábær sigur hjá strákunum á Val

Strákarnir mættu í Valshöllina á Hlíðarenda í kvöld staðráðnir í að fylgja eftir góðum leik í síðustu umferð gegn Aftureldingu.

Liðin voru nokkuð jöfn fyrstu 15 mínútur leiksins en Valur þó skrefinu á undan. Um miðbik fyrri hálfleiks tóku okkar menn góða skorpu og náðu 6-1 leikkafla og breyttu stöðunni úr 5-4 Val í vil í 10-6 okkur í hag. Strákarnir héldu svo dampi út hálfleikinn og fóru inn í hann með fimm marka forystu 16-11.

Seinni hálfleikur var algerlega í okkar höndum og hægt og rólega jókst munurinn þegar líða fór á seinni hálfleikinn og endaði leikurinn með þrettán marka sigri, 36-23.

Mörk okkar manna skoruðu Einar Sverrisson 8, Elvar Örn Jónsson 7, Hergeir Grímsson, Guðni Ingvarsson og Alexander Már Egan 4, Teitur Örn Einarsson og Andri Már Sveinsson 3, Guðjón Ágústsson og Eyvindur Hrannar Gunnarsson 1 mark og hinn 15 ára Haukur Þrastarson skoraði síðasta mark leiksins.

Gríðarlega vel var mætt á leikinn frá Selfossi og var það virkilega gaman að sjá, það hjálpar mikið að finna fyrir stuðningi úr stúkunni.

Svo var fjallað um þennan leik í fjölmiðlum, tökum saman það helsta.
http://www.sunnlenska.is/ithrottir/…
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2…
http://www.mbl.is/sport/handbolti/2…
http://www.visir.is/selfyssingar-to…
http://www2.fimmeinn.is/selfyssinga…

Næsti leikur er mánudaginn 19. september við Hauka á heimavelli klukkan 19:30. Þar ætlum við að fylla húsið og mynda algera gryfju á heimavelli. Grill fyrir leik, Orkuskotið og margt fleira skemmtilegt. Þetta verður auglýst betur um helgina.

ÁFRAM SELFOSS!

Haukur Þrastarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk í leiknum.
Ljósmynd: HSÍ

Tags: