Frábærar fyrirmyndir á Selfossi

Frábærar fyrirmyndir á Selfossi

Það var mikil gleði hjá iðkendum Selfoss í vikunni þegar tvær af okkar bestu fyrirmyndum litu óvænt við á æfingu yngri iðkenda í handboltaskólanum.

Tveit af landsliðsmönnunum okkar frá Selfossi, Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon, mættu og hittu krakkana og tóku meðal annars vítakeppni með þeim. Þess má geta að hvorugur þeirra vann keppnina!

Krakkarnir voru himinlifandi með heimsóknirnar enda piltarnir miklar fyrirmyndir og gera það gott í atvinnumennskunni á sama tíma og þeir halda sterkum tengslum við félagið okkar.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Örn Þrastarson