Framtíðin er björt hjá Selfyssingum

Framtíðin er björt hjá Selfyssingum

Þetta var stór dagur fyrir Guðjón Baldur Ómarsson, Pál Dag Bergsson og Alexander Hrafnkelsson þegar Selfyssingar sóttu Hauka heim sl. föstudag en þessir þrír flottu strákar spiluðu sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Selfoss í Olís-deildinni.

Strákarnir okkar máttu sætta sig við 35-25 tap í leiknum en nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

F.v. Guðjón Baldur Ómarsson, Páll Dagur Bergsson og Alexander Hrafnkelsson.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Magnús Matthíasson

Tags: