
22 nóv Fullt hús hjá 5. flokki

Strákarnir á yngra ári í 5. flokki karla unnu alla sína leiki í 2. deild annarrar umferðar Íslandsmótsins í handbolta um síðastliðna helgi.
Þessir strákar hafa sýnt miklar framfarir í vetur og í næstu umferð keppa þeir meðal þeirra fimm bestu á landinu.
—
Ljósmynd frá foreldrum Umf. Selfoss.