Fylkir tók bæði stigin

Fylkir tók bæði stigin

Meistaraflokkur kvenna fór tómhentur heim úr Árbænum eftir tap á móti Fylki, 21-17. Selfoss byrjaði á fullum dampi og náði forystu en Fylkir náði að jafna og komast yfir fyrir lok hálfleiksins. Staðan í hléi var 8-6 fyrir Fylki. Seinni hálfleikinn byrjuðu okkar stelpur vel og jöfnuðu en þá settu þær appelsínugulu í fimmta gír og náðu forystu sem þær héldu til loka leiks.

Markahæst í liði Selfoss var Þuríður Guðjónsdóttir með sex mörk. Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Ruth skoruðu þrjú mörk hvor, Hildur Öder skoraði tvö og Hrafnhildur Hanna, Harpa Sólveig og Carmen voru allar með eitt mark.

Gestur Einarsson frá Hæli var á leiknum en nánari umfjöllun um leikinn má finna hér á fimmeinn.is.

Á fimmeinn.is er viðtal við Þuríði og Áslaugu, auk viðtals við Guðjón, sem sá um að keyra stelpurnar á leikinn og Stefán sjúkraþjálfara sem er greinilega maður með breitt bak en hann tók tapið á sig þar sem hann náði ekki að „tjasla“ liðinu saman fyrir leik. Sjá hér.

Á mynd: Þuríður Guðjónsdóttir /Inga Heiða tók myndina

 

Tags: