Fyrsta tap Selfoss í mfl. karla

Fyrsta tap Selfoss í mfl. karla

Selfoss tók á móti Stjörnunni í kvöld. Fyrri hálfleikurinn byrjaði mjög rólega og tók Stjarnan forystuna snemma og staðan eftir tíu mínútur 2-3. Hélt Stjarnan þessu frumkvæði sínu 1-3 mörk út fyrri hálfeikinn. En á seinustu 5 mínútum fyrri hálfleiks þá tók Selfoss sig til og byrjaði að spila betri vörn og fá auðvelt mörk og staðan 11-12 í hálfleik.

Eitthvað mættu Selfoss drengir illa út úr hálfleiknum, en Stjarnan raðaði mörkunum inn á fyrstu 10 mín seinni hálfleiks og staðan 12-18. Á þessum tímapunkti var sóknarleikur Selfoss nánast enginn. Þeir tóku sig þó aðeins saman og minkuðu muninn í 15-19 og korter eftir. Tók Stjarnan þá aftur góða reispu og staðan 15-20 og 50 mínútur búnar.

Ljósmynd: sunnlenska.is/Vignir Egill.

Drengirnir kláruðu seinustu 10 mínúturnar með sæmd og minkuðu muninn í 19-22 þegar 5 mínútur voru eftir. Stjarnan hélt þó þessum 3 marka mun út leikinn og fyrsta tap tímabilsins staðreynd 23-26.

Strákarnir spiluðu fína vörn lengst af í leiknum, en það sem fór úrskeiðis var sóknarleikurinn. Sem var æði oft mjög tilviljunarkenndur. Einnig skora útispilarar liðsins ekki fyrsta mark sitt fyrr en eftir 40 mínútur.  Hrósa má þó strákunum fyrir að gefa ekki eftir seinasta korterið og ná að minka muninn í bara 3 mörk. Enda í 3. umferða deild og þar sem innbyrgðisviðureignir skipta miklu máli. Þá telur hvert mark mikið í lok tímabilsins.

Einar S 9/15, 2 stoð, 2 tap, 2 fiskuð, 2 frák og 2 brotin fríköst
Einar Pétur 6/8 og  2 fráköst
Magnús Már 2/2
Ómar 2/2, 2 stoðsendingar, 2 varin skot og 5 brotin fríköst
Atli K 2/10, 4 stoðsendingar, 7 tapaðir boltar, 3 varin skot og 9 brotin fríköst
Hörður Gunnar 1/1
Jóhann E 1/2 og  2 tapaðir boltar
Jóhann G 0/4, 3 stoðsendingar og 2 fiskaðir boltar
Matthías Örn 0/8, 3 stoðsendingar og 14 brotin fríköst
Björn Freyr 2 stolnir boltar og 2 brotin friköst
Gunnar Ingi með 3 brotin fríköst
 
Helgi varði 9 og fékk á sig 18 (33%)
Sverrir varði 5 og fékk á sig 8 (38%)

Næsti leikur liðsins er gegn Víkingi í víkinni. Klukkan 19:30 föstudaginn 19. október. Hvetur heimasíðan Selfyssinga til að mæta og styðja strákana. Mikilvægt að komast á beinu brautina sem fyrst.