Fyrsta tapið í vetur hjá stelpunum

Fyrsta tapið í vetur hjá stelpunum

Selfoss mætti Fjölnisstúlkum í Hleðsluhöllinni í kvöld í 5. umferð Grill 66 deildarinnar og tapaði með 7 mörkum, 21-28.

Leikurinn var jafn framan af og var Selfoss einu skrefi á undan fyrstu 25 mínúturnar. Fjölnisstúlkur komust síðan yfir 11-12 og náðu tveggja marka forskoti fyrir leikhlé, 12-14. Fjölnir byrjaði seinni hálfleikinn betur og komust þremur mörkum yfir, 12-15, áður en Selfoss skoraði sitt fyrsta mark í seinni hálfleik. Það gekk ekkert upp sóknarlega hjá stelpunum þrátt fyrir nokkur tækifæri til að komast inn í leikinn.

Svo fór sem fór og Selfoss tapaði leiknum með 7 mörkum, 21-28.

Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 8, Katla María Magnúsdóttir 6, Rakel Guðjónsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Sólveig Erla Oddsdóttir 1.

Varin skot: Henriette Østergaard 13 (31%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is.

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn HK U næstkomandi sunnudag kl 16.00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjölmenna í Kórinn í Kópavogi!


Rakel Guðjónsdóttir var með fínan leik í kvöld með 3 mörk.
Sunnlenska.is/Guðmundur Karl