Fyrsti heimaleikur mfl. karla – athugið breyttan leiktíma

Fyrsti heimaleikur mfl. karla – athugið breyttan leiktíma

Fyrsti heimaleikur mfl. karla er í kvöld, 4. október, klukkan 20:00. Strákarnir fá lið Gróttu í heimsókn en þeir eru búnir að spila tvo leiki, tapa einum og vinna einn. Selfoss hóf tímabilið með sigri á útivelli gegn Fylki fyrir tveimur vikum. Það stefnir í jafna og spennandi keppni í fyrstu deildinni í ár og hvert stig mikilvægt. Strákarnir stefna að sjálfsögðu á sigur í kvöld en Grótta er með ungt og efnilegt lið eins og Selfoss.

Stuðningur á pöllunum skiptir miklu máli og vona leikmenn og stjórn handknattleiksdeildar að sem flestir láti sjá sig í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld.

Tags: