Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn kominn í hús!

Fyrsti Íslandsmeistaratitillinn kominn í hús!

Um helgina vannst fyrsti Íslandsmeistaratitill vetrarins í handboltanum þegar strákarnir á eldra ári í 6. flokki (fæddir 2001) unnu þriðja mót vetarins. Selfoss er enn taplaust í efstu deild í þessum árgangi og búnir að vinna öll mót vetarins. Ekkert lið getur náð Selfoss strákunum að stigum á Íslandsmótinu þó að tvö mót séu enn eftir.

Þarna eru greinilega framtíðar leikmenn á ferðinni en strákarnir fóru hreinlega á kostum um helgina. Það sem einkenndi leik þeirra var frábær liðsheild þar sem allir leikmenn voru að taka virkan þátt.

Heimasíðan óskar Selfoss strákunum innilega til hamingju með frábæran árangur.
.
.

.

Smellið á myndina til að stækka.
Efri röð frá vinstri: Örn Þrastarson þjálfari, Þorsteinn Freyr Gunnarsson, Aron Emil Gunnarsson, Haukur Þrastarson, Valdimar Jóhannsson, Stefán Árnason þjálfari
Neðri röð frá vinstri: Martin Bjarni Guðmundsson, Haukur Páll Hallgrímsson, Alexander Hrafnkelsson og Fannar Ársælsson