Fyrsti landsleikur Hrafnhildar Hönnu

Fyrsti landsleikur Hrafnhildar Hönnu

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir spilaði á laugardag sinn fyrsta A-landsleik þegar ís­lenska landsliðið lagði Makedón­íu, 28-22, í síðasta leik sín­um í undan­keppni HM en staðan í hálfleik var 11-12 fyrir Ísland. Íslenska liðið sigraði alla sína leiki í riðlinum.

Hanna skoraði eitt mark í leiknum og stóð fyrir sínu en hún er gríðarlega efnileg og á eflaust eftir að láta að sér kveða með landsliðinu á næstu árum.

Nánar var fjallað um leikinn á vefnum FimmEinn.is og þar er einnig viðtal við Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfara.

Hrafnhildur Hanna í leik með landsliði Íslands 20 ára og yngri.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson