Fyrsti leikur vetrarins hjá strákunum

Fyrsti leikur vetrarins hjá strákunum

Meistaraflokkur karla hefur leik í Olísdeildinni fimmtudaginn 8. september klukkan 19:30. Strákarnir byrja á útivelli gegn gríðarsterku liði Aftureldingar sem lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili.

Nokkrar breytingar hafa orðið á okkar liði frá síðasta tímabili. Einar Sverrisson er kominn aftur heim eftir tvö ár hjá ÍBV, Árni Steinn Steinþórsson er kominn til okkar frá Danmörku, Guðni Ingvarsson kom frá Gróttu og Grétar Ari Guðjónsson er kominn á láni frá Haukum. Birkir Fannar Bragason fór svo til FH. Nánar er fjallað um breytingar á liði Selfoss á vefnum FimmEinn.is.

Spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða liða í deildinni var kynnt á kynningarfundi HSÍ á þriðjudag. Spáin er eftirfarandi:

1. Hauk­ar
2. ÍBV
3. Aft­ur­eld­ing
4. Val­ur
5. FH
6. Stjarn­an
7. Ak­ur­eyri
8. Grótta
9. Sel­foss
10. Fram

Stefán Árnason var í viðtali á FimmEinn.is eftir kynningarfundinn en á vefnum var auk þess spáð í fyrstu leiki Selfoss í Olís-deildinni.

Þá birti FimmEinn.is einnig spá og umfjöllun um liðin í Olís-deildinni. Annars vegar fyrir efri hluta deildarinnar og hins vegar fyrir neðri hluta deildarinnar.

Spennandi vetur framundan. Hvetjum alla stuðningsmenn til að mæta í Mosfellsbæinn á fimmtudag og hvetja strákanna til dáða. Við þurfum öll að standa saman til að ná árangri í vetur. Sjáumst á vellinum.

ÁFRAM SELFOSS!