Fyrsti vinningur vorhappdrættis genginn út

Fyrsti vinningur vorhappdrættis genginn út

Fyrsti vinningur vorhappdrættis handknattleiksdeildar Selfoss gekk út á dögunum en hjónin Ragnheiður Högnadóttir og Hjalti Sigurðsson höfðu heppnina með sér og unnu hundrað þúsund króna úttekt í verslun Vogue fyrir heimilið.

Enn er nokkur fjöldi vinninga ósóttur en hægt er að vitja vinninga á skrifstofutíma í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss, að Engjavegi 50. Vinningaskrá má sjá hér

Mynd: Teitur Örn Einarsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir frá handknattleiksdeildinni afhenda fyrsta vinning til hjónanna Öggu og Hjalta.