Glæsilegt lokahóf handboltafólks

Glæsilegt lokahóf handboltafólks

Það var mikið um dýrðir hjá handboltafólki um liðna helgina þegar glæsilegt lokahóf deildarinnar var haldið á Hótel Selfoss. Heimamennirnir Jóhannes Snær Eiríksson og Grímur Hergeirsson stýrðu samkomunni og meistaraflokkarnir sáu um skemmtiatriði. Mjög skemmtilegt og vel heppnað lokahóf en hápunkturinn kvöldsins var afhending verðlauna til leikmanna.

Hjá meistaraflokki kvenna var Harpa Sólveig Brynjarsdóttir valin efnilegust, Carmen Palamariu besti sóknarmaðurinn, Kristrún Steinþórsdóttir varnarmaður ársins, Margrét Katrín Jónsdóttir fékk baráttubikarinn og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst og leikmaður ársins.

Hjá meistaraflokki karla var Andri Már Sveinsson markahæstur, Sverrir Pálsson var valinn besti varnarmaðurinn, Alexander Már Egan var efnilegastur, Matthías Örn Halldórsson fékk baráttubikarinn og Guðjón Ágústsson var valinn sóknarmaður og leikmaður ársins.

Hjá 2. flokki karla var Árni Guðmundsson valinn efnilegastur og Jóhannes Snær Eiríksson leikmaður ársins.

Eins og venja er þá var valinn félagi ársins, það er sá einstaklingur sem hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Eins og í fyrra voru tveir aðilar sem hlutu þennan heiður en það eru hjónin Sverrir Einarsson og Sigrún Helga Einarsdóttir.

Óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangur vetrarins.

Frá vinstri eru Sebastian Alexandersson, Margrét Katrín, Harpa Sólveig, Hrafnhildur Hanna, Carmen og Kristrún.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Sverrir