Glæsilegur sigur á toppliðinu

Glæsilegur sigur á toppliðinu

Selfyssingar styrktu stöðu sína í toppbaráttu Olís-deildarinnar með öruggum sigri á toppliði Aftureldingar í gær.

Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Selfyssingar kipp undir lok hans og leiddu í hálfleik 16-13. Í síðari hálfleik litu heimamenn aldrei um öxl og unnu öruggan sjö marka sigur, 32-25.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Guðni Ingvarsson, Einar Sverrisson og Elvar Örn Jónsson skoruðu allir 7 mörk. Sverrir Pálsson 3 og þeir Hergeir Grímsson, Alexander Egan, Eyvindur Hrannar Gunnarsson og Teitur Örn Einarsson skoruðu allir 2 mörk. Helgi Hlynsson varði 20 skot í marki Selfyssinga.

Einar átti góðan leik fyrir Selfyssinga eins og allt liðið.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE