Gleði og ánægja í Partille

Gleði og ánægja í Partille

Þessi glæsilegi hópur 4. flokks kvenna er nýkominn heim frá Gautaborg í Svíþjóð þar sem hann tók þátt í Partille Cup dagana 1.-5. júlí. Það voru 28 leikmenn sem fóru ásamt fararstjórum og þjálfurum.

Þetta stærsta mót handboltaheimsins ár hvert er gríðarlega skemmtileg reynsla fyrir ungt handboltafólk og fyllir á reynslubankann.

Stelpurnar söfnuðu fyrir ferðinni í allan vetur og vilja nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa styrkt þær til fararinnar.