Góð ferð til Akureyrar hjá mfl

Góð ferð til Akureyrar hjá mfl

Meistaraflokkur fór til Akureyrar um síðustu helgi og lék þar tvo leiki við heimamenn. Gengu þeir misvel og töpuðust báðir örugglega. Var þó síðari leikurinn öllu betri þar sem vörnin var afar sterk og markvarslan góð, reyndar vörðu markverðirnir afar vel í báðum leikjunum. Þessi ferð var afar góð fyrir hópinn andlega og félagslega og ekki síst mikilvægt að fá fleiri leiki. Liðið var þó án þriggja fastamanna en Hörður G, Hörður og Gunnar voru ekki með.

Okkar lið hefur fengið fimm leikmenn inn í leikmannahópinn nú um áramót og voru fjórir þeirra með á Akureyri. Þurfa þeir tíma og tækifæri til að komast inn í hlutina. Bæta þeir okkar lið og styrkja til muna. Þessir leikmenn verða kynntir hér á heimasíðunni fljótlega.