Góður gangur hjá yngri flokkunum

Góður gangur hjá yngri flokkunum

4. flokkur kvenna vann gríðarlega góðan sigur á Fram í Safamýrinni um helgina og komst með sigrinum í fjórða sæti 1. deildar. Þetta er fyrsta ár stelpnanna í efstu deild og má segja að árangur þeirra sé framar vonum.

5. flokkur kvenna spilaði um helgina í 2. umferð Íslandsmótsins og vann sína deild og munu þær því spila í deild þeirra bestu á næsta móti. Stelpurnar hafa bætt sig gríðarlega í vetur.

6. flokkur karla spilaði einnig um helgina og vann alla sína leiki í efstu deild annað mótið í röð og leiða þeir því Íslandsmótið að loknum tveimur umferðum.

Að ofan og niður: 4. flokkur, 5. flokkur og 6. flokkur.

Handbolti 4. fl. kvk. Handbolti 5. fl. kvk Handbolti 6. fl. kk