Góður sigur á Fylki í fyrsta heimaleik mfl. karla

Góður sigur á Fylki í fyrsta heimaleik mfl. karla

Selfoss tók á móti Fylki í fyrsta heimaleik tímabilsins. Leikurinn byrjaði rólega og tók Selfoss snemma forystuna 4-2 eftir 5 mínúta leik. Sóknarleikur Selfyssinga einkenndist af auðveldum mörkum eftir hraðaupphlaup, þó að varnaleikurinn hafi ekki verið upp á sitt besta í fyrri hálfleik. Réðu þeir illa við línumann Fylkis, en hann átti þátt í fyrstu 5 af 7 mörkum Fylkis. Á fyrstu 10 mínútum leiksins höfðu strákarnir klúðrað 3 dauðafærum. Á 12 mín leiksins varð að stöðva leikinn til að sjúkraliðar gætu hlúð að leikmanni Fylkis sem virðist hafa öklabrotnað. Leikurinn tafðist í einhverjar tíu mínútur vegna þess. Þegar leikurinn hófst að nýju náði Selfoss 3 marka forystu þangað til á 20 mín þegar munurinn jókst í 5 mörk. Óvænt atriði áttu ennþá eftir að gerast þegar leikklukkan datt úr sambandi og enn þurfti að stöðva leikinn og mínúta og tíu sekúndur eftir af leiknum. Selfoss fór þá með 16-9 forystu í leikhlé eftir lengsta fyrri hálfleik sem sést hefur á Selfossi. Enda stóð hann í nánast klukkutíma.

Selfoss strákarnir komu einbeittir út í seinni hálfleikinn og lömdu saman í sterka vörn með Helga öflugan á bakvið sig. Auðveldu mörkin komu úr hraðaupphlaupum og jókst munurinn jafnt og þétt. Staðan eftir 40 mínútur var 23-11. Strákarnir héldu áfram jafnt og þétt að auka muninn og kom Sverrir öflugur í markið og varði nokkur góð skot. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 27-11. Voru strákarnir þá búnir að halda hreinu í korter. Á seinustu mínútunum fóru strákarnir illa með færin sín og nýtti Fylkir það ágætlega og minkaði muninn í 15 mörk og urðu  lokatölur 29-14.

Fínn sigur í kvöld, en betri lið hefðu refsað illilega fyrir spilamenskuna í fyrri hálfleik. Tíu dauðafæri sem fara forgörðum og byrjaði liðið ekki að spila góða vörn fyrr enn í seinni hálfleik. Enda skorar Fylkir einungis 5 mörk í seinni hálfleik miðavið 9 í þeim fyrri. Menn verða þó að verjast línumanninum betur. Enda annar leikurinn í röð þar sem liðið ræður ekkert við línumann andstæðingsins í fyrri hálfleik. Helgi var góðum í leiknum, en innkoma Sverris stóð upp úr enda með 75% markvörslu. Einar Sverrisson bar upp sóknarleikinn í dag með 10 mörkum. Einnig spilaði Jóhann Erlingsson sinn fyrsta leik með meistaraflokki Selfoss og stóð sig með miklum prýðum.

Næsti leikur er gegn Stjörnunni á heimavelli föstudaginn 12. október klukkan 19:30. Hvetur heimasíðan Selfyssinga til að fjölmenna enda skiptir ykkar stuðningur máli.

Tölfræði:

Einar S 11/15, 4 stoðsendingar, 3 stolnir boltar og 7 brotin fríköst
Einar Pétur 5/8, 2 stolnir boltar, 2 fráköst og 6 brot fríköst
Matthías Örn 4/8, 4 fráköst og 11 brotin fríköst
Árni Geir 2/4
Jóhann E 2/5
Atli 2/5, 3 varin skot  og 3 brotin fríköst
Magnús Már 1/3, 1 fiskaður bolti og 2 fráköst
Hörður Bjarnarson 1/1 og 2 brotin fríköst
Jóhann G 1/3, 3 stoðsendingar og 7 brotin fríköst
Gunnar Ingi 0/2, 2 stoðsendingar, 4 fráköst og 4 brotin fríköst
Ómar 1 varið skot og 6 brotin fríköst

Helgi varði 14/1 og fékk á sig 11 (56%)
Sverrir varði 9 og fékk á sig 3 (75%)

Selfoss-Fylkir

Selfoss - Fylkir