Góður sigur á Gróttu

Góður sigur á Gróttu

Selfoss fór upp að hlið FH á toppi Grill 66 deildarinnar þegar liðið vann Gróttu með fjögurra marka mun, 27-31, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi á sunnudag.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik og eitt mark skildi liðin að í leikhléi, 14-15. Selfyssingar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 27-31.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga með 9 mörk, Roberta Strope var einnig öflug í Selfossliðinu eins og í undanförnum leikjum og skoraði 8 mörk, Emelía Kjartansdóttir skoraði 6, Elínborg Þorbjörnsdóttir 4, Kristín Una Hólmarsdóttir 3 og Tinna Soffía Traustadóttir 1.

Selfossi og FH sitja á toppi deildarinnar með sex stig hvort eftir fjóra leiki. Næsti leikur liðsins er gegn ungmennaliði ÍBV í Vestmannaeyjum 7. nóvember.


Mynd: Tinna Sigurrós var markahæst Selfyssinga með 9 mörk
Umf. Selfoss / SÁ