Góður sigur hjá strákunum í 2. flokki

Góður sigur hjá strákunum í 2. flokki

Strákarnir í 2. flokki gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í gær og unnu þar heimamenn í Haukum 29 – 26. Mest náðu okkar menn átta marka forustu og leiddu í hálfleik 13 – 10. Smá klaufaskapur í lok leiks varð til þess að heimamenn náðu að laga stöðuna aðeins. Síðuritara fannst Arnar þjálfari skamma leikmennina dálítið og mætti hann vera aðeins jákvæðari í þeirra garð. Vörn liðsins var afar sterk sem og markvarslan góð. Þá lék liðið góðan sóknarleik mestan hluta leiksins en smá hik kom á hann á köflum. Andri lék afar vel sem og Magnús. Þá voru Einar, Matthías og Sverrir sterkir. Það er afar gott að ná sigri á erfiðum útivelli gegn liði sem er skreytt atvinnumönnum en þrátt fyrir það vinna okkar menn örugglega. Nú er að halda áfram og gera sig klára fyrir leikinn í undanúrslitum í bikarnum. Sá leikur fer fram á Selfossi á þriðjudaginn kl. 19.00. Mætum öll!

Andri 10 mörk 
Einar 7 
Matthías 6 
Magnús 5 
Janus 1 
Sverrir 20 varin skot