
08 sep Gott teymi í Rússlandi

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, náði þeim frábæra árangri að vinna bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Yekateringburg í Rússlandi dagana 7.–20. ágúst sl.
Selfyssingurinn Einar Guðmundsson er aðalþjálfari liðsins og hann var í viðtali í Dagskránni eftir mótið.