Grétar Ari til Selfoss á láni

Grímur aðstoðarþjálfari, Grétar Ari, Stefán þjálfari

Grétar Ari til Selfoss á láni

Grímur aðstoðarþjálfari, Grétar Ari, Stefán þjálfari

Grétar Ari Guðjónsson hefur skrifað undir eins árs lánssamning við Selfoss.

Grétar Ari kemur til okkar frá Haukum þar sem hann hefur verið varamarkmaður í meistaraflokki í vetur. Hann hefur verið aðalmarkmaður u-20 ára landsliðsins í síðustu verkefnum og er klárlega einn efnilegasti markmaður landsins.

Handknattleiksdeild Selfoss býður Grétar Ara hjartanlega velkominn og hlakkar til að sjá hann eflast og vaxa sem leikmann.