Grímur ráðinn þjálfari meistaraflokks karla

Grímur ráðinn þjálfari meistaraflokks karla

Grímur Hergeirsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla til næstu tveggja ára. Grímur er Selfyssingur í húð og hár og hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins s.l. fjögur ár. Deildin er gríðarlega ánægð með að Grímur hafi ákveðið að taka slaginn með liðið og bindur hún miklar vonir við komandi átök í vetur, bæði hér heima og í Evrópu.

stjórn handknattleiksdeildar Selfoss