Guðjón Baldur áfram hjá Selfoss

Guðjón Baldur áfram hjá Selfoss

Örvhenti hornamaðurinn Guðjón Baldur Ómarsson hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Guðjón Baldur, sem er aðeins 21 árs, hefur verið fastamaður í liði Selfoss í nokkur ár og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu árið 2019. Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að Guðjón Baldur hafi framlengt samning sinn og við hlökkum til að fylgjast með honum og félögum hans spila handbolta seinna í vor!

Ljósmynd: Umf. Selfoss / ÁÞG