Guðjón Baldur og Haukur með U17

Guðjón Baldur og Haukur með U17

Selfyssingarnir Guðjón Baldur Ómarsson og Haukur Þrastarson voru á dögunum valdir í verkefni á vegum U17 ára landsliða Íslands.

Guðjón Baldur var valinn ì liðið sem keppir á Opna Evrópumótinu í Sviþjóð í byrjun júlí og Haukur var valinn í liðið sem keppir á Ólympíumóti æskunnar í Ungverjalandi í lok júlí.

Sitt hvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum. Hóparnir æfðu saman í Digranesi helgina 9.-11. júní.