Guðjón í 7. sæti með U-19 í Þýskalandi

Guðjón í 7. sæti með U-19 í Þýskalandi

Selfyssingurinn Guðjón Ágústsson og félagar hans í U-19 ára landsliði karla luku leik á Sparcassen Cup í Þýskalandi í gær. Liðið endaði í 7. sæti á mótinu eftir sigur á úrvalsliði Saar héraðs í lokaleik sínum á mótinu.

Liðið tapaði fyrir Tékkum, Hollendingum og Þjóðverjum í riðlakeppninni og gegn Póllandi í krossspili um sæti 5 til 8.

Guðjón og fleiri drengir fengu sín fyrstu tækifæri með landsliðinu á þessu móti og var frammistaðan upp á við allan tímann. Vonandi verður þetta til að auka breiddina í þessum aldurshópi í framtíðinni.

Nánar um mótið á vef HSÍ.

Tags:
,