Guðmundur Hólmar til Selfoss

Guðmundur Hólmar til Selfoss

Guðmundur Hólmar Helgason hefur samið við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til þriggja ára. Guðmundur, sem er vinstri skytta, hefur spilað með austurríska liðinu West Wien undanfarin tvö ár en spilaði þar á undan með franska liðinu Cesson Rennes. Guðmundur er uppalinn Akureyringur en spilaði einnig með Val áður en hann hélt út í atvinnumennskuna.

Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð að fá að kynna Guðmund Hólmar til leiks enda ljóst að hann mun styrkja liðið, bæði sóknarlega og varnarlega. Við bjóðum Guðmund Hólmar hjartanlega velkominn á Selfoss

Stjórn handknattleiksdeildar Umf. Selfoss

Mynd: Guðmundur Hólmar í landsleik. Foto Olimpik.