Guðni framlengir við Selfoss

Guðni framlengir við Selfoss

Guðni Ingvarsson hefur ákveðið að taka slaginn áfram á Selfossi og hefur framlengt við handknattleiksdeild Umf. Selfoss.

Guðni er uppalinn hér á Selfossi en hann lék í nokkur ár með ÍBV þar sem hann vann Íslands- og bikarmeistaratitil áður en hann tók eitt tímabil á Seltjarnarnesinu með Gróttu, hann gekk síðan aftur til liðs við Selfoss haustið 2016. Hann hefur spilað alls 168 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 308 mörk.

Þessi 33 ára línumaður hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Selfoss síðustu tímabil og því mikið gleðiefni að hann hafi ákveðið að halda baráttunni áfram.


Mynd: Guðni Ingvarsson
ÁÞG / Umf. Selfoss