Guðni til liðs við Selfoss

Guðni til liðs við Selfoss

Guðni Ingvarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Guðni kemur til okkar frá Gróttu þar sem hann spilaði síðastliðinn vetur. Hann skoraði 57 mörk í 26 deildarleikjum hjá Gróttu ásamt því að vera virkilega sterkur varnarlega.

Guðni hefur áður spilað með ÍBV þar sem hann varð Íslandsmeistari árið 2014 og bikarmeistari árið 2015.

Handknattleiksdeild Selfoss býður Guðna hjartanlega velkominn og hlökkum við til að sjá hann í vínrauðu treyjunni aftur.