Handboltaæfingar að loknu samkomubanni

Handboltaæfingar að loknu samkomubanni

Samkvæmt tilskipun heilbrigðisráðherra verður íþróttastarf barna og unglinga með eðlilegu móti frá og með 4. maí. Handboltaæfingar yngri flokka (7-15 ára) byrja þar af leiðandi af fullum krafti í Hleðsluhöllinni samkvæmt venjulegri stundaskrá næstkomandi mánudag. Æfingar verða með óbreyttu sniði fram til skólaloka, eða sunnudagsins 7. júní. Eftir það verða æfingar/handboltaskóli í þrjár vikur til loka júní og verður fyrirkomulag þeirra æfinga tilkynnt þegar nær dregur.

Áherslur æfinganna verða í samræmi við ráðleggingar sóttvarnayfirvalda.

  • Iðkendur eiga að þvo sér um hendur fyrir og eftir æfingar.
  • Við notum ekki búningsklefa, iðkendur mæta tilbúnir beint á æfingu.
  • Vatnshanar verða lokaðir, iðkendur mega ekki deila vatnsbrúsum með öðrum.
  • Við notum ekki vesti, boltar og áhöld verða þrifin í lok hvers dags.

Það eru frábær tíðindi að geta loksins farið að æfa handbolta aftur og mikilvægt að koma aftur saman, félagslega og íþróttalega.

Einar Guðmundsson
Yfirþjálfari yngri flokka
Handknattleiksdeild Selfoss