Handboltaæfingar hefjast 17. ágúst

Handboltaæfingar hefjast 17. ágúst

Handboltaæfingar yngri flokka hefjast mánudaginn 17. ágúst, æfingatímar verða á vefsíðu félagsins og auglýstir á samfélagsmiðlum.

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss leggur mikla áherslu á að hafa vel menntaða og reynslumikla þjálfara og hefur verið mikill stöðugleiki í mannaráðningum undanfarin ár. Yngri flokka starfið hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og deildin vex og dafnar á hverju ári.