2.flokkur áfram í bikarnum

2.flokkur áfram í bikarnum

Lið Selfoss í 2.flokki sótti Mosfellinga heim í gærkvöld í 8-liða úrslitum bikarkeppninar. Uppskáru okkar menn sigur 28-26 í hörkuleik eftir að hafa leitt í leikhléi 16-12.

Selfyssingar voru þó alltaf sterkari í leiknum og leiddu með 2-5 mörkum allan leikinn. Okkar menn gerðu sig seka um mörg klaufamistök en bikarkeppni er alltaf þannig keppni að allt getur gerst. Höfðu Selfyssingar sigur í lok leiks og fögnuðu ógurlega. Þar með eru þeir komnir í fjögurra liða úrslit.