2. flokkur lék á mánudaginn

2. flokkur lék á mánudaginn

Strákarnir í 2.flokki léku gegn Val á mánudaginn síðastliðinn. Ljóst var að um erfiðan leik yrði að ræða þar sem Valsliðið er drekkhlaðið landsliðsmönnum. Stóðu okkar menn sig vel vel í fyrri hálfleik og leiddu lengst um, þó jafnt hafi verið í leikhléi þar sem hvort lið hafði skorað 14 mörk. Fór svo að síga á ógæfuhliðina í síðari hálfleik þar sem menn glutruðu boltanum og fóru afar illa með fjölmörg dauðafæri. Ljóst er að slík frammistaða er ekki vænleg til árangurs, lokatölur því 30 – 22 fyrir heimamenn.

Strákarnir spila í kvöld við Akureyri á Selfossi kl 20.00 og eru þeir staðráðnir í að vinna þann leik.