2. flokkur með sitt fyrsta stig

2. flokkur með sitt fyrsta stig

Strákarnir í öðrum flokki sóttu Gróttumenn heim í gær og uppskáru þar eitt sig í hörkuleik. Endaði leikurinn 24-24 eftir að Selfoss leiddi í leikhléi 13-9. Náðu Selfyssingar mest fimm marka forskoti 17-12 er um 8 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Upphafst þá mikill sirkus sem okkar strákar voru ekki vel búnir undir, því miður. Náðu heimamenn að komast tveimur mörkum yfir en okkar menn sýndu mikinn karakter og náðu að komast yfir á nýjan leik þrátt fyrir gríðarlegt mótlæti. Áttu Selfyssingar möguleika á að komast yfir tveimur mörkum er um átt sekúndur voru eftir af leiknum en gekk það ekki af óútskýrðum ástæðum og náðu heimamenn að jafna.
Selfyssingar stóðu sig vel og hafa bætt sig í hverjum leik. Nú er bara að halda áfram og sækja næstu stig.