2. flokkur úr leik í bikar

2. flokkur úr leik í bikar

Okkar menn í 2. flokki töpuðu um helgina fyrir firnasterku FH-liði í 8-liða úrslitum bikarsins. Gestirnir frá Hafnarfirði höfðu alltaf undirtökin og leiddu með 3-5 mörkum í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 12-17. Leikurinn þróaðist eins í síðari hálfleik og komst FH mest í sjö marka forustu. Gáfust okkar menn ekki upp og náðu að minnka muninn tvisvar sinnum í þrjú mörk, en nær komust þeir ekki. FH skoraði þrjú síðustu mörk leiksins og lokatölur urðu 24-30.
Selfyssingar börðust vel í leiknum og á löngum köflum var vörnin góð. Þá varði Hermann frábærlega í markinu allan leikinn. Hins vegar tapaði liðið boltanum allt of oft og skotnýtingin var einnig afar slök. Selfyssingar hefðu því vel getað sigrað í leiknum með ögn skárri sóknarleik.
Nú er bara halda áfram og reyna að vinna inn einhver stig. Næsti leikur liðsins í deildinni er laugardaginn 9. febrúar klukkan 13:30.
 
                                                      Áfram Selfoss