3. fl. kvenna úr leik í 8-liða úrslitum

3. fl. kvenna úr leik í 8-liða úrslitum

Fyrri hluti fyrri hálfleiks var stelpurnum mjög erfiður að þessu sinni. Munurinn jókst jafnt og þétt fyrstu 20 mín. leiksins og var staðan þá 4-12. Eftir það náðu þær að halda í horfinu og staðan í hálfleik var 16-8 fyrir Hauka. 

Haukar spiluðu mjög grimma, góða vörn og á bak við hana átti markvörðurinn stórleik. Í kjölfarið fengu Haukar svo nokkur auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Eftir að stelpurnar okkar jöfnuðu sig á mesta sjokkinu þá náðist leikurinn samt að jafnast aðeins fram að hálfleik. 

Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel og fljótlega var staðan orðin 18-8 en stelpurnar okkar gáfust aldrei upp og lögðu sig allar fram til leiksloka og minnkuðu muninn aðeins fyrir leikslok og lokatölur urðu eins og áður segir 28-20 fyrir heimaliðið.

Haukarnir voru bara of stór biti fyrir stelpurnar okkar að þessu sinni.  Það er getumunur á liðunum enda Haukar með besta 3 fl. lið landsins um þessar mundir og búnar að vinna báða titlana hingað til í vetur. Þá er líka talsverður aldursmunur á liðunum þar sem Selfoss liðið er að mestu skipað stelpum úr 4 flokki og þær fáu sem eru það ekki eru allar á yngsta ári í flokknum. 

Hins vegar getum við Selfyssingar verið stoltir af frammistöðu þeirra í þessum leik. Þær gáfu allt í leikinn og gáfust aldrei upp. Þær einfaldlega töpuðu fyrir betra liði að þessu sinni. Árangur vetrarins hjá þeim er glæsilegur í ljósi þess hversu ungt liðið er. Þær komust í undanúrslit í Bikarkeppninni þar sem þær töpuðu einmitt fyrir Haukum í hörkuleik.  Þær komust síðan í umspil og unnu þar 1. deildar lið Stjörnunnar. Að lokum þá töpuðu þær fyrir Haukum í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins.

Til hamingju með árangur vetrarins stelpur. Framtíðin er ykkar.

Áfram Selfoss