3. fl. kvenna vann Stjörnuna og eru komnar í 8-liða úrslit

3. fl. kvenna vann Stjörnuna og eru komnar í 8-liða úrslit

Leikurinn var hnífjafn fyrstu 25 mín. leiksins og staðan þá 12-12. Þá tóku okkar stelpur kipp og leiddu í hléinu 13-16. Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel og Stjarnan komst yfir aftur 20-16 og Selfoss skoraði ekki mark á fyrstu 12 mínútum síðari hálfleiks. 

Sóknin hrökk aftur í gang eftir að þær náðu að skora fyrsta markið í síðari hálfleik og í kjölfarið skellti vörnin í lás og fékk aðeins 3 mörk á sig það sem eftir var leiks. Lokatölur 23-24 fyrir stelpurnar okkar og sætur sigur á liði Stjörnunnar sem spilaði í 1. deild í vetur. Þar með eru þær komnar í 8-liða úrslitin þrátt fyrir að hafa endað í 2. sæti 2. deildar í vetur. Frábær árangur hjá stelpunum. Þar með eru allir flokkar Selfoss komnir í 8-liða úrslit í Íslandsmótinu.

Áfram Selfoss