3. flokkur karla vann KA fyrir norðan

3. flokkur karla vann KA fyrir norðan

Heimamenn voru mjög ákveðnir og spiluðu betur en Selfoss í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki að smella og heimamenn skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. Sóknarleikurinn var ekkert frábær heldur en þó nógu góður til að ná inn 18 mörkum. KA var yfir allan fyrri hálfleikinn nema síðustu 5 mín., en þá náði Selfoss loks yfirhöndinni og leiddi í hálfleik 16-18.

Strax í upphafi síðari hálfleiks náðu okkar strákar upp sínum leik og jafnt og þétt jókst munurinn þar til 25 mín. voru liðnar af síðari hálfleik að staðan var orðin 22-33 fyrir Selfoss. Á lokakaflanum náði KA hins vegar að bíta aðeins frá sér og vann þann kafla 4-2 og lagaði stöðuna aðeins.

KA liðið er skipað sprækum strákum sem verður að spila af fullri einbeitingu gegn eins og sást augljóslega í fyrri hálfleik. Leikurinn var annars mjög góður hjá strákunum sem halda enn efsta sæti deildarinnar um sinn a.m.k.

Nú er mótið bara hálfnað og því nóg eftir. Strákarnir verða að bæta í ef þeir vilja halda stöðu sinni á toppnum. Áður en að seinni umferðin byrjar um næstu helgi þá spilar þeir við Gróttu í 8-liða úrslitum Bikarkeppninnar á miðvikudag kl. 21:00 í Vallaskóla.

Gríðarlega mikilvægt er að fólk mæti og styðji og hvetji strákana til dáða, enda Bikarkeppnin allt öðru vísi keppni en Íslandsmótið þar sem það eru engir aðrir sjénsar.

Áfram Selfoss