3. flokkur kvenna tapaði fyrir Val

3. flokkur kvenna tapaði fyrir Val

Það vantaði mjög mikið í liðið að þessu sinni en engu að síður þá hefðu stelpurnar getað gert betur en þær gerðu. Í rauninni áttu þær bara ekki góðan dag. Fyrri hálfleikur er líklega sá slakasti sem liðið hefur spilað í vetur en í síðari hálfleik lagaðist leikur liðsins til muna enda fór hann 15-15.

Það er áhyggjuefni hversu margar stelpur hafa misstigið sig síðustu vikur en að þessu sinni vantaði í liðið Huldu, Elenu og Þuríði vegna ökklameiðsla. Esther Halls og Dagmar reyndu að vera með en gátu ekki beitt sér en þær eru báðar meiddar á ökkla eftir misstig. Ofan á þetta þá er Harpa líka meidd, en á öxl.

Hins vegar þá fengu aðrir leikmenn að spila mikið og þar með gott tækifæri til þess að auka við leikreynsluna. Það er auðvitað ekki hægt að bæta sig nema að fá að spila. Margar af þessum stelpum eiga eftir að bæta sig mikið á næstu árum og því er full ástæða til þess að vera bjartsýnn á það að það verði fín breidd í kvennahandboltanum í framtíðinni.

Áfram Selfoss