4. fl. kvenna A-lið komnar í undanúrslit

4. fl. kvenna A-lið komnar í undanúrslit

Það var alveg ljóst frá upphafi að stelpurnar okkar ætluðu sér ekkert nema sigur því að þær náðu strax góðu taki á leiknum og slepptu ekki aftur það sem eftir var leiks. Staðan í hálfleik 12-7 og stelpurnar búnar að spila mjög vel. Í síðari hálfleik héldu þær bara áfram að bæta við og kláruðu loks leikinn með öruggum sigri 25-14.

Þær eru því komnar í undanúrslit þar sem þær mæta liði ÍBV á heimavelli en ekki hefur enn verið ákveðinn leiktími. Lið ÍBV mjög gott og því þurfa stelpurnar á góðum stuðningi að halda þegar að leikurinn fer fram. Leiktíminn verður auglýstur síðar.

Áfram Selfoss