4. fl. kvenna vann bæði í A- og B-liðum

4. fl. kvenna vann bæði í A- og B-liðum

A-liðið spilaði á undan og mætti baráttuglöðu liði KA/Þórs. Eftir rólega byrjun náði Selfoss góðum kafla þar sem staðan breyttist úr 3-4 fyrir gestina í 11-6 fyrir Selfoss, en þannig var staðan í hálfleik. Vörn og markvarsla var góð eins og venjulega og nú náðist talsvert af vel útfærðum hraðaupphlaupum. Sóknarleikurinn var hins vegar ekki nógu markviss og kröftugur. Í síðari hálfeik lagaðist sóknin um tíma og staðan 10 mín. fyrir leikslok orðinn 18-10 fyrir Selfoss. Þá slökknaði hreinlega á liðinu báðum megin á vellinum og baráttuglaðir gestirnir unnu lokakaflann 1-7 og því voru lokatölurnar 19-17. Óþarflega lítill sigur m.v. hvernig leikurinn þróaðist. En sigur er sigur og það skiptir meira máli en lokatöurnar.

B-liðið byrjaði leikinn vel og komst fljótt í 4-1 og léku stelpurnar á alls oddi. Sóknarleikur liðsins hefur batnað mikið í vetur og eru þær farnar að spila mun betur saman en áður, enda ekki oft náð yfir 20 marka múrinn í vetur. Hins vegar var varnarleikurinn ekki eins góður og hann hefur verið í vetur og það vantaði nokkuð uppá þeim megin að þessu sinni. Það kom þó ekki að sök þar sem glimrandi góður sóknarleikur sá um að klára verkið að þessu sinni. Stelpurnar voru 2-3 mörkum yfir allan leikinn og því var sigurinn ekki beint í hættu. Lið Gróttu var þó alltaf líklegt til að komast inn í leikinn þar sem þær áttu líka góðan dag í sókninni.

Áfram Selfoss