4. fl. kvenna vann FH

4. fl. kvenna vann FH

Það er ekki laust við það að okkar stelpur hafi orðið eilítið hissa á mótspyrnunni enda voru þær í miklum vandræðum með sprækar FH stelpur. FH hafði frumkvæðið allan leikinn og þegar 10 mín. voru eftir af leiknum leiddu þær 14-16. Þá hrökk Selfossliðið loks í gírinn og vann síðustu 10 mín. 7-1 og lokatölur urðu 21-17 fyrir okkar stelpur.

Hins vegar þá spiluðu þær nokkuð frá sínu besta að þessu sinni og margar stelpur eiga mikið inni sem mun örugglega skila sér í næstu leikjum.

Næsti leikur er á sunnudaginn kemur í Vallaskóla þegar KA/Þór kemur í heimsókn.

Áfram Selfoss