8 krakkar úr sama bekk í úrvalshópi í handbolta

8 krakkar úr sama bekk í úrvalshópi í handbolta

Um síðastliðna helgi stóð Handknattleikssamband Íslands fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshópa stráka og stelpna fædd 1998. Selfoss átti átta fulltrúa í þessum hópi, en þau eru Karen María Magnúsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Jana María Guðmundsdóttir, Ísabella Rós Ingimundardóttir, Andri Páll Ásgeirsson, Trausti Magnússon, Aron Óli Lúðvíksson og Teitur Örn Einarsson.

Það skemmtilega við þetta er að þau eru öll í sama bekk, 8. SAG í Vallaskóla, en sá bekkur hlýtur að teljast handboltabekkur Íslands. Umsjónarkennarinn þeirra er Sigríður Anna Guðjónsdóttir sem reyndar er frjálsíþróttaþjálfari líka.