Allir flokkar Selfoss í 8-liða úrslitum

Allir flokkar Selfoss í 8-liða úrslitum

Fyrr í vetur komust fjórir flokkar af fimm í undanúrslit Bikarsins. Tveir þeirra komust í höllina í úrslitaleik þ.e. 4. fl. karla og 2. fl. karla. Strákarnir í 2. fl. unnu síðan Bikarinn.

Í deildarkeppninni náðist einnig góður árangur og voru öll liðin í toppbaráttu í sinni deild. Þar af náði 3. fl. karla að verða deildarmeistari.

Nú er úrslitakeppni Íslandsmótsins að byrja og enn og aftur eru flokkarnir okkar á meðal þeirra bestu. Öll lið félagsins eru nú komin í 8-liða úrslit. Geri aðrir betur.

2. fl. karla á leik gegn Gróttu á útivelli næsta sunnudag kl. 16:00

3. fl. kvenna spilar gegn bikar- og deildarmeisturum Hauka á útivelli en leiktími er ekki enn komin á hreint

3. fl. karla spilar á heimavelli gegn Stjörnunni á miðvikudag kl. 21:00

4. fl. kvenna A-lið spilar á heimavelli gegn HK2 á fimmtudag (Sumardaginn fyrsta) kl. 13:00

4. fl. kvenna B-lið spilar á heimavelli gegn Gróttu á morgun (þriðjudag) kl. 20:00

4. fl. karla A-lið spilar á heimavelli gegn ÍBV á fimmtudag (Sumardaginn fyrsta) kl. 14:30

4. fl karla B-lið spilar á útivelli gegn Haukum á miðvikudag kl. 18:30

Þá má ekki gleyma meistarflokki karla sem einnig spilar í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeild gegn UMFA á fimmtudaginn kl. 19:30

Selfoss er klárlega í fremstu röð í handboltanum á Íslandi í dag. Heimasíðan óskar öllum iðkendum til hamingju með árangur vetrarins og hvetur alla sem geta til að mæta á þessa leiki og hjálpa leikmönnum allra þessara flokka að komast lengra í keppinni.

Áfram Selfoss