B-lið 4. fl. kvenna komnar í undanúrslit

B-lið 4. fl. kvenna komnar í undanúrslit

Eftir rólegan fyrri hálfleik þá settu stelpurnar okkar allt í botn og unnu síðari hálfleikinn 14-5. Vörn, markvarsla, hraðaupphlaup og sóknarleikur var allt vel útfært hjá stelpunum og því unnu þær verðskuldaðan sigur í þessum leik. Í liðið vantaði Elísu vegna meiðsla og stóðu Sigrún Lilja og Dagbjört því í markinu í hennar stað og stóðu þær sig báðar vel.

Áfram Selfoss