Frábær sigur á Fram í 3. flokki karla

Frábær sigur á Fram í 3. flokki karla

Selfoss byrjaði leikinn miklu ákveðnari og komust fljótt í 4-9 um miðjan fyrri hálfleikinn. Þá tóku Framarar við sér enda með frábært lið og breyttu stöðunni í 10-10 þegar 5 mín. voru í hléið. Á þessum kafla spilaði Fram gríðarlega góða vörn og dró það tennurnar svo mikið úr okkar strákum að allt gekk á afturfótunum í vörninni líka. Þeir náðu þó að halda haus og og vera yfir í hálfleik 12-13.

Fyrri hluti síðari hálfleiks spilaðist eins. Mikið jafnræði með liðunum en Selfoss alltaf 1 marki á undan. Staðan þegar 15 mín. voru eftir var 19-20 fyrir okkar stráka. Þá kom góður kafli hjá Selfoss þar sem vörn, markvarsla, hraðaupphlaup og sókn hrukku í gang og flestir leikmenn liðsins stigu upp einmitt þegar mest þurfti á því að halda. Smám saman jókst munurinn og lokatölur 23-29. Frábær sigur á mjög sterku liði í baráttuleik sem var mjög spennandi og skemmtilegur allan tímann.

Þessi leikur þróaðist keimlíkt leiknum við Gróttu í síðustu umferð þar sem strákarnir okkar voru í jöfnum hörkuleik en sigu svo smám saman framúr þegar um 15 mín. voru eftir. Greinilegt að strákarnir trúa á leikskipulagið og sýna þann aga sem þarf til að spila bara sinn leik sama á hverju gengur.

Næsti leikur liðsins er á sunnudaginn kemur gegn KA og vonum við að fólk gefi sér tíma til þess að koma og sjá liðið spila og styðja þá til sigurs í leiðinni.

Áfram Selfoss