Góður sigur í 4. fl. kvenna

Góður sigur í 4. fl. kvenna

Eftir rólega byrjun hrukku stelpurnar í sama gír og þær voru fyrir áramót. Ánægjulegt að sjá að liðið er að skríða saman eftir erfiðar vikur þar sem hver leikmaðurinn á fætur öðrum var frá vegna meiðsla. Liðið spilaði frábæra vörn og markvarslan var framúrskarandi. Hraðaupphlaupin komu í kjölfarið og loks var sóknin betri en í síðustu leikjum þar sem stelpurnar eru að komast aftur í leikæfingu.

Næsti leikur verður gegn KA/Þór á Akureyri 31. mars.

Áfram Selfoss