Kristrún og Hrafnhildur Hanna léku með u18 landsliðinu

Kristrún og Hrafnhildur Hanna léku með u18 landsliðinu

Þær Kristrún Steinþórsdóttir og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir frá Selfossi léku með u18 ára landsliði Íslands á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Gautaborg dagana 2.-6. júlí sl. Þær voru báðar í byrjunarliði Íslands og skiluðu sínu vel. Ísland lék í riðli með Ítalíu, Rúmeníu og Þýskalandi. Liðið hafnaði að lokum í 10. sæti á mótinu.

Stelpunum langar að koma á framfæri þökkum til fyrirtækja á Selfossi sem styrktu þær í þessu verkefni. Þessi fyrirtæki voru: SS, Baldvin og Þorvaldur, TRS, Húsasmiðjan, Veróna, Karl úrsmiður, Lindin, Tannlæknastofa Sigríðar Sverrisdóttur og BYKO.