Selfoss með þrjú lið í úrslitum

Selfoss með þrjú lið í úrslitum

Á laugardaginn fara fram úrslitaleikir yngri flokka á Íslandsmótinu í handbolta. Selfoss á fulltrúa í þremur leikjum af sjö. Selfoss átti lið í 8-liða úrslitum í öllum flokkum ásamt því að 6.flokkur varð Íslandsmeistari og 6.flokkur kvenna náði 2. sæti á Íslandsmótinu.

4.& 2. flokkur karla misstu naumlega af sæti í úrslitum en báðir þessir flokkar léku til úrslita í bikarkeppninni, þar sem 2.flokkur vann eftirminnilegan sigur.

Það er ástæða að hvetja alla að mæta á Ásvelli í Hafnarfirði og hvetja Selfoss til sigurs.

Lau. 5.maí.2012 9.30 Úrslit 4.ka B Schenkerhöllin Grótta 1 – Stjarnan
Lau. 5.maí.2012 11.00 Úrslit 4.kv B Schenkerhöllin Fylkir – Selfoss
Lau. 5.maí.2012 12.30 Úrslit 4.ka A Schenkerhöllin Fram 1 – Grótta
Lau. 5.maí.2012 14.00 Úrslit 4.kv A Schenkerhöllin Fram – Selfoss
Lau. 5.maí.2012 15.30 Úrslitak. 2.fl Schenkerhöllin Akureyri – Fram
Lau. 5.maí.2012 17.15 Úrslitak. 3.kv Schenkerhöllin Haukar – Fylkir
Lau. 5.maí.2012 19.00 Úrslitak. 3.ka Schenkerhöllin Selfoss 1 – Valur